Hætta á þjóðarmorði í Sýrlandi

Blóðug átök hafa lengi geisað í Sýrlandi.
Blóðug átök hafa lengi geisað í Sýrlandi. AFP

Utanríkisráðherra Ítalíu, Guilio Terzi, telur raunverulega hættu vera á þjóðarmorði í Sýrlandi verði ekki gripið til aðgerða gegn stjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands. 

Í seinasta mánuði sendu Ítalir sendiherra Sýrlands heim frá Róm í mótmælaskyni við ofbeldið í Sýrlandi að undanförnu. Fleiri ríki gerðu slíkt hið sama eftir að 108 manns voru skipulega teknir af lífi í sýrlensku borginni Houla.

Terzi segir það ljóst að sýrlensku ráðamennirnir berjist nú fyrir pólitísku lífi sínu og að búast megi við enn meiri hörku í garð almennra borgara með tilheyrandi mannfalli.

Rússar og Kínverjar leggjast algerlega gegn hugsanlegum aðgerðum gegn stjórnvöldum landsins og hvetja til þess að farið verði eftir friðaráætlun Kofis Annans, erindreka alþjóðasamfélagsins í málefnum Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert