Rajoy: Sigur fyrir evruna

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, fagnar ákvörðun fjármálaráðherra evrusvæðisins um að aðstoða Spán við að endurreisa bankakerfi landsins. Rajoy segir þetta vera sigur fyrir evruna.

„Trúverðugleiki evrunnar sigraði,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Þetta kemur fram á vef BBC.

Ráðherrarnir samþykktu í gær að veita spænskum stjórnvöldum 100 milljarða evra neyðarlán til að aðstoða spænska bankakerfið sem hefur staðið höllum fæti.

Margir hafa fagnað þessari ákvörðu, m.a. Bandaríkjastjórn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Á blaðamannafundi í Madrid sagði Rajoy, að niðurstaðan væri hluti af þeim aðgerðum sem Spánarstjórn hefði griptið til til að styrkja efnahagslíf landsins og koma umbótum í  framkvæmd.

Hann sagði að neyðarlánið myndi hjálpa til að endurreisa trú manna á spænska hagkerfinu.

Hann segir að styrkur fjármálakerfisins á Spáni hafi sigrað sem og evran. Þá heitir hann því að halda áfram með fyrirætlanir sínar um efnahagsumbætur í landinu.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert