Cameron fyrir hlerunarnefndina

David Cameron.
David Cameron. Reuters

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, mun í dag gefa skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni sem fjallar nú um hleranir breskra fjölmiðla.

Nefndin, sem kölluð er Leveson-nefndin, var stofnuð í fyrra, einmitt af forsætisráðherranum Cameron. Áður hafði komist upp um víðtækar hleranir götublaða í Bretlandi og aðrar vafasamar aðferðir við að afla frétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert