Sex létust í snjóflóði í Frakklandi

Snjóflóðið féll skammt frá Mont Blanc.
Snjóflóðið féll skammt frá Mont Blanc.

Snjóflóð féll í nótt í frönsku Ölpunum í námunda við Chamonix-skíðasvæðið. Að minnsta kosti sex eru látnir og átta særðir. Flóðið féll um kl. 5.30 að staðartíma eða 3.30 að íslenskum tíma í hlíðum fjallsins Mont Maudit, segir í frétt BBC.

Talið er að útlendingar séu meðal hinna látnu. Björgunarmenn eru á svæðinu til að aðstoða særða.  Í frétt AFP fréttastofunnar kemur fram að snjóflóðið sé það mannskæðasta í Frakklandi í mörg ár. Enn sé fólks saknað.

Svæðið er vinsæll viðkomustaður fjallaklifrara á sumrin á leið sinni að Mont Blanc. Fjallafólkið sem varð fyrir flóðinu í nótt er talið hafa verið tengt saman með böndum og verið í nokkrum hópum á göngu er flóðið féll.

Mont Maudit er þriðji hæsti tindurinn á Mont Blanc fjallgarðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert