Romney mun lofa nánari tengslum við Ísrael

Benjamin Netanyahu og Mitt Romney heilsast við upphaf fundar þeirra …
Benjamin Netanyahu og Mitt Romney heilsast við upphaf fundar þeirra í dag. AFP

Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, er í heimsókn í Ísrael og er talið að hann muni heita auknum tengslum við landið, verði hann kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember. Þetta kemur fram á vef BBC. AFP-fréttastofan segir að Romney vilji með heimsókn sinni sýna að hann ætli sér að vera vinveittari Ísrael en núverandi forseti, Barack Obama.

Ráðgjafi Romneys segir að frambjóðandinn muni styðja Ísraela í baráttunni gegn kjarnorkuvopnaframleiðslu Írans.

Romney heimsótti Bretland í síðustu viku og féllu orð hans um að London væri ekki í stakk búin til að halda Ólympíuleika, ekki vel í kramið hjá Bretum. Hann dró svo úr þessu og sagðist spá því að Ólympíuleikarnir yrðu „mjög farsælir“.

Mitt Romney fundar nú með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Þeir eru persónulegir vinir. Þá mun hann einnig hitta forsetann, Simon Perez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert