Mjög varasamt að fjarlægja skapahárin

Læknir varar við því að konur fjarlægi skapahárin
Læknir varar við því að konur fjarlægi skapahárin mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Breski læknirinn Emily Gibson varar í grein í Guardianvið þeirri tísku sem rutt hefur sér til rúms að raka af sér öll skapahár. Menn gleymi þá að þessi hár hafi hlutverk.

„Skurðlæknar áttuðu sig á því fyrir löngu að væru hárin rökuð af fyrir aðgerð minnkaði ekki hætta á ígerð, hún jókst,“ segir Gibson. Húðin skaddist í þessum átökum.

„Þegar skapahár eru fjarlægð ertir það að sjálfsögðu og veldur bólgu í hársekkjunum sem eftir verða, þetta skilur eftir sig örsmá, opin sár,“ segir Gibson.

Erting og heitt, rakt umhverfi kynfæranna valdi því að margs konar örverur úr röðum streptokokka og stafýlokokka vaxi hratt í sárunum og geti valdið stórhættulegum sýkingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert