Persónuleikatruflun en ekki geðrof

Forseti dómsins, Wenche Arntzen, hefur átt langan dag.
Forseti dómsins, Wenche Arntzen, hefur átt langan dag. AFP

Anders Behring Breivik var ekki í geðrofi er hann framkvæmdi voðaverkin í Ósló og Útey. Til þess skipulagði hann þau of vel. Hann er hins vegar með persónuleikatruflun, segir í niðurstöðu dómaranna í máli hans.

Dómurinn komst að því að Breivik væri sakhæfur þar sem hann skipulagði morðin af yfirvegun og út frá öfgafullri heimssýn sinni en ekki sturluðum ranghugmyndum.

Forseti dómsins, Wenche Arntzen, sagði dóminn þó líta svo á að Breivik væri andfélagslegur og fullur sjúklegrar sjálfsaðdáunar.

Saksóknari ætlar ekki að áfrýja málinu. Verjandi Breiviks hefur sagt að hann vilji heldur ekki áfrýja niðurstöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert