Systkini fagna þúsund ára afmæli (myndskeið

Systkinin 12 frá Rituvík í Færeyjum.
Systkinin 12 frá Rituvík í Færeyjum.

Í sumar fögnuðu Olsen-systkinin í Rituvík í Færeyjum því að samanlagður aldur þeirra er þúsund ár. Þau eru því um 200 árum eldri en ítölsk systkini á Sardiníu sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness eru elstu systkini í heimi.

Systkinin í Rituvík eru tólf, á aldrinum 73-91 árs. Þau eru börn Magnúsar og Elsebetu Olsen frá Rituvík. Systkinin komu saman í sumar og fögnuðu því að hafa samanlagt náð þúsund ára aldri.

Magnús Olsen lést þegar seinni heimsstyrjöldin stóð yfir. Ekkjan var þá ein eftir með 12 börn, þar af sjö sem voru yngri en fjórtán ára. Arne Katrin Olsen, sem er yngst systkinanna, segir að styrjöldinni hafi ekki bara fylgt mannfall því að tekjur fólks hafi líka aukist. Eldri bræðurnir hafi siglt með fisk milli Íslands og Englands og haft mjög góðar tekjur. Þessar siglingar hafi ekki verið hættulausar en bræðurnir hafi allir komist heilir heim.

Í færeyska dagblaðinu Dimmalættingi er fjallað um systkinin og bent á að samkvæmt Guinness séu ítölsku Melis-systkinin skráð elstu systkini í heimi. Blaðið telur að systkinin í Rituvík ættu með réttu að fá nöfn sín skráð í heimsmetabókina.

Fréttin í Dimmalætting

Lesið einnig frétt mbl.is um íslenskan systkinahóp:Systkinin samtals 882 ára
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert