Elsta flöskuskeyti í heimi

Mynd er úr myndasafni.
Mynd er úr myndasafni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Andrew Leaper, skoskur skipstjóri, setti nýlega heimsmet er hann fann flöskuskeyti sem hafði verið í sjónum í 98 ár. Hann bætti með því fyrra metið um meira en fimm ár.

Leaper fann skeytið undan ströndum Hjaltlandseyja á bátnum Copious en þess er gaman að geta að skipverjar á þessum sama bát fundu einmitt flöskuskeytið sem átti fyrra metið.

Í flöskuskeytinu mátti finna póstkort frá júní árið 1914 en sá sem hafði hent því í sjóinn var skoski skipstjórinn CH Brown. Hann lofaði þeim sem fyndi skeytið sex pensum í fundarlaun. Flöskuskeytið var í hópi 1.890 skeyta sem sett voru á flot til þess að hjálpa til við að finna út hafstraumana í kringum Sotland, aðeins hafa 315 af þeim fundist aftur.

Andreq Leaper er að sögn afskaplega stoltur af fundinum sem og skoskir vísindamenn en Skotar hafa lengi verið stoltir af sjómælingum sínum. Nánar má lesa um málið á heimasíðu BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...