Dularfull kvikmynd kveikir í arabaheiminum

Egyptar mótmæla kvikmyndinni utan við sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró.
Egyptar mótmæla kvikmyndinni utan við sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró. AFP

Ýmislegt er á huldu um kvikmyndina sem á að hafa hrint af stað mótmælaöldunni gegn Bandaríkjunum í arabalöndum Norður-Afríku. Brot úr myndinni var sýnt á Youtube og ljóst er að hún var gerð í Bandaríkjunum, en ekki er ljóst af hverjum. Hún er sögð svívirða íslam og spámanninn Múhameð.

Fram kemur á vef BBC að kvikmyndin hafi verið sýnd í fullri lengd í litlu kvikmyndahúsi í Hollywood í lok júní, þá undir nafninu Sakleysi Bin Ladens. En það eru stutt brot úr henni, sem þýdd voru á arabísku og sett inn á Youtube, sem virðast hafa kveikt bálið í Líbíu, Egyptalandi, Jemen og víðar. Ráðist hefur verið á sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró og Sanaa og í Benghazi í Líbíu lést Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna, þegar skæruliðar réðust á ræðismannsskrifstofuna.

Leikararnir blekktir til þátttöku

Myndbrotin voru fyrst sett inn á Youtube undir notandanafninu „sambacile“. Að sögn BBC er myndin illa gerð og augljóslega fyrir lítið fé, leikur er slæmur og lítill sem enginn söguþráður. Augljóst er að þau ummæli sem eru hvað mest móðgandi fyrir spámanninn Múhammeð talsett eftir á, en ekki sögð af leikurunum sjálfum.

Leikkona sem kemur fram í myndinni, Cindy Lee Garcia, segir í viðtali við vefinn Gawker að hún hafi verið blekkt. Henni hafi verið sagt að myndin ætti að heita Eyðimerkurstríðsmennirnir og fjallaði um lífið í Egyptalandi fyrir 2.000 árum. Hún segir leikaraliðið ekki hafa haft hugmynd um að um áróðursmynd gegn íslam væri að ræða.

Haft er eftir einum þeim örfáu sem sóttu sýningu myndarinnar í Hollywood í júní að karlmaður sem stóð baki sýningunni hafi verið Egypti búsettur í Bandaríkjunum og að hann hafi ráðið tvo öryggisverði til að vera á staðnum, þrátt fyrir að örfár hræður væru í salnum. Maður að nafni Steve Klein, sem tengist and-íslömskum samtökum í Kaliforníu, hefur dreift myndinni en segist ekki vita hver leikstjórinn er.

Þræðirnir liggja í ýmsar áttir

Annar maður hefur sagst heita Sam Bacile og vera leikstjóri myndarinnar. Hann segist vera Ísraeli og hafa fengið milljónir dala úr styrktarsjóðum gyðinga til að framleiða myndina, en að sögn BBC var Sam Bacile ekki til á netinu fyrir viku nema sem notandanafn á Youtube. Blaðamenn AP röktu slóðina eftir símtal frá honum til manns að nafni Nakoula Basseley Nakoula í Kaliforníu. Sá segist tengjast myndinni en neitar að nota nafnið Sam Bacile.

Fimmti maðurinn sem tengdur hefur verið við myndina nefnist Morris Sadek og er egypskur Bandaríkjamaður sem tilheyrir koptísku kirkjunni. Koptar eru kristinn minnihlutahópur í Egyptalandi sem hafa lýst áhyggjum af skertu trúfrelsi í Egyptalandi undir stjórn Bræðralags múslíma.

Uppruni kvikmyndarinnar Sakleysi múslima er því enn á huldu og tilgangurinn með gerð hennar óljós. Myndbrotin úr henni breiðast nú eins og eldur í sinu um arabaheiminn og hafa m.a. verið sýnd með arabísku tali í sjónvarpi í Egyptalandi og vakið mikla reiði, auk þess sem hundruð þúsunda manna hafa séð þau á netinu.

Palestínumenn brenna bandaríska fánann í mótmælaskyni við myndina Sakleysi múslima.
Palestínumenn brenna bandaríska fánann í mótmælaskyni við myndina Sakleysi múslima. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu - Sumarpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir sumarsendingar 2018. Húsin eru áætluð til afh...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...