15 ára stakk af með kennaranum

Breska lögreglan að störfum.
Breska lögreglan að störfum. AFP

Fimmtán ára bresk stúlka stakk af með kennara sínum sem er tvisvar sinnum eldri en hún.

Megan Stammers er frá Eastbourne í Austur-Sussex og hvarf hún með stærðfræðikennaranum sínum, Jeremy Forrest, á föstudag.

Áhyggjur vöknuðu um miðjan dag er Stammers hafði ekki mætt í skólann en Forrest kennir við sama skóla, að því er fram kemur í frétt Telegraph.

Lögreglan rannsakar málið en ekkert hefur spurst til parsins eftir að það lét sig hverfa á föstudag.

Lögregla segist ekki telja stúlkuna í hættu. Faðir hennar hefur komið fram í fjölmiðlum og beðið dóttur sína að hafa samband. „Við erum áhyggjufull og söknum hennar mikið. Gerðu það, Megan, hafðu samband.“

Vinir og ættingjar hafa auglýst eftir Megan, m.a. á Facebook og Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...