Hætt við rannsókn á Strauss-Kahn

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn AFP

Saksóknari í Frakklandi hefur hætt rannsókn á nauðgunarkæru á hendur  Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá ríkissaksóknara að hætt væri við rannsókn á ásökunum um að Strauss-Kahn hefði tekið þátt í hópnauðgun í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, seint á árinu 2010.

Strauss-Kahn hefur alltaf neitað því að hafa tekið þátt í glæpsamlegu athæfi en um var að ræða svallveislu sem vændiskonur tóku þátt í. Á þessum tíma gegndi Strauss-Kahn starfi forstjóra AGS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert