ESB stofnar sjóð fyrir fátæka

AFP

Að minnsta kosti 116 milljónir, eða 23% af íbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, er við fátækramörk eða í hættu á félagslegri einangrun. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að setja sjóð á laggirnar til þess að styðja við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda.

Í tilkynningu frá ESB kemur fram að 40 milljónir íbúa ESB-ríkjanna búi við fátækt og að aðrar 40 milljónir eigi ekki fyrir kjötmáltíð annan hvern dag.

Alls verða 2,5 milljarðar evra, 410 milljarðar króna, settir í sjóðinn.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina