Sigri Obama fagnað í Kenía

Keníabúar fögnuðu í morgun sigri Baracks Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Forsetinn á ættir að rekja til landsins.

Í nótt varð ljóst að Obama myndi hafa betur í kosningunum og undir morgun játaði Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ósigur sinn.

Enn á eftir að telja atkvæði í Flórída svo ekki er ljóst hvor frambjóðandinn hlaut fleiri atkvæði. Obama hefur hins vegar hlotið fleiri kjörmenn og er þar með sigurvegari kosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert