Romney: Obama jós gjöfum

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 6. nóvember.
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 6. nóvember. AFP

Mitt Romney, sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum í síðustu viku, segir Obama hafa unnið kosningarnar vegna þess að hann „jós gjöfum“ yfir konur, Bandaríkjamenn af afrískum uppruna og spænskumælandi kjósendur.

Ummælin lét Romney falla í tengslum við umræðu innan Repúblikanaflokksins um að flokkurinn þurfi að ná betur til kvenna og ýmissa minnihlutahópa.

Með gjöfum átti Romney meðal annars við aðgang kvenna að ókeypis getnaðarvörnum og þær áherslur sem Obama hefur lagt á að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Ókeypis heilsugæsla skiptir Bandaríkjamenn af suður-amerískum uppruna miklu máli,“ sagði Romney.

Romney naut meiri hylli en Obama á meðal eldri kjósenda og hjá hvítum Bandaríkjamönnum, en hann fékk 59% atkvæða þeirra.

Minnihlutahópar flykktu sér um Obama, hann fékk 93% atkvæða þeldökkra Bandaríkjamanna, 71% þeirra sem eru af suður-amerískum uppruna og 72% atkvæða Bandaríkjamanna af asískum uppruna. Kosningaþátttaka fólk í ýmsum minnihlutahópum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert