„Geta ekki valið það besta úr ESB“

Eamon Gilmore, utanríkisráðherra Írlands.
Eamon Gilmore, utanríkisráðherra Írlands.

Írsk stjórnvöld vona að Bretland muni ekki láta af aðild sinni að Evrópusambandinu, en segja að Bretar verði að hlíta sömu skilyrðum en önnur aðildarríki, sagði írski aðstoðarforsætisráðherrann Eamon Gilmore í dag.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun síðar í þessum mánuði halda ræðu þar sem hann mun ræða samskipti landsins við Evrópusambandið, en hann hefur áður sagt að hann vilji endurskoða aðildina.

Vill að Bretar hafi fulla aðild

Gilmore, sem er einnig utanríkisráðherra Írlands, sagði: „Við teljum ekki einungis mikilvægt að Bretland haldi áfram aðild [að ESB], heldur teljum við að Bretland eigi að vera lykil ríki í sambandinu með fullri aðild.“

Á blaðamannafundi með fjölda erlendra blaðamanna, sem staddir voru í Dublin í dag í tilefni af því að Írland er að hefja sitt sex mánaða tímabil í forsæti Evrópusambandsins, sagði Gilmore: „Eins langt og það nær munum við beita áhrifum okkar til að viðhalda aðild Bretlands.“

Það sama verður yfir öll aðildarríki að ganga

Forseti Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, sem mun heimsækja Dublin á morgun, hefur sagt Bretum að þeir geti ekki bara valið það besta út úr samstarfinu innan ESB.

Gilmore ítrekaði „að það sama yrði yfir öll aðildarríki að ganga.“

„Þetta mun ekki ganga upp ef við höfum 26 til 27 mismunandi útgáfur af aðild,“ sagði hann.

Gilmore segir Íra og Breta nýlega hafa styrkt samskipti ríkjanna sem oft hafa verið erfið en sagði „þau nú betri en nokkru sinni fyrr í sögunni.“ Hann sagði Bretland vera stærsta viðskiptaland Írlands.

Segir efnahagslega hagsmuni Breta spila stóra rullu um niðurstöðuna

Gilmore spáði því að efnahagslegt mikilvægi Evrópusambandsins fyrir breskt hagkerfi myndi spila stóra rullu í því hver framtíð Bretlands verði innan sambandsins.

„Umræðan mun nú aukast um málið. Efnahagslegt mikilvægi ESB fyrir breskt hagkerfi og sameiginlegir hagsmunir muni vega þungt í þeirri umræður,“ sagði Gilmore við blaðamenn í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

David Camreron, forsætisráðherra Bretlands.
David Camreron, forsætisráðherra Bretlands. AFP
Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins.
Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...