Fergie dæmdar skaðabætur

Sarah Ferguson.
Sarah Ferguson. AFP

Sarah, hertogaynja af Jórvík og fyrrverandi, eiginkona Andrésar prins, næstyngsta sonar Elísabetar Englandsdrottningar, vann í dag skaðabótamál sem hún höfðaði vegna símahlerana á vegum  News Group Newspapers, NGN, útgáfufyrirtækis Ruperts Murdoch.

Ekki liggur fyrir hversu miklar skaðabætur Söruh, sem þekkt er undir nafninu Fergie, voru dæmdar, en hún er ein 17 frægðarmenna sem hafa fengið samsvarandi bætur frá NGN. Meðal þeirra eru leikarinn Hugh Grant, knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonan Sienna Miller og söngvarinn James Blunt.

Lögmaður Fergie segir að farsími hennar hafi verið hleraður á árunum 2000 - 2006 á vegum tímaritsins News of the World, en útgáfu þess var hætt árið 2011. Brotist hafi verið inn í talhólf hennar og blaðamenn og ljósmyndarar hafi alltaf vitað „á einhvern dularfullan hátt“ hvar Fergie var að finna.

Hertogaynjan var vinsæll skotspónn blaðsins í fjölmörg ár. Til dæmis var þar greint frá því árið 2010 að hún hefði reynt að fá auðuga menn til að greiða henni stórfé fyrir að koma á fundum með fyrrum eiginmanni hennar.

Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík.
Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert