Ástkona lýsir Strauss-Kahn sem „hálfsvíni“

Maður les bókina nýju um samband Strauss-Khan og einnar af …
Maður les bókina nýju um samband Strauss-Khan og einnar af mörgum ástkonum hans. mbl.is/afp

Sukksamt líferni Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, er enn á ný í frönskum fréttum vegna lýsinga einnar af ástkonum hans á sjö mánaða sambandi þeirra í fyrra í nýrri bók. 

Strauss-Kahn segist kunna lögfræðingum Marcela Iacub litlar þakkir fyrir bókarskrifin enda fer hún ófögrum orðum um samband þeirra og lýsir honum sem „hálfmanni, hálfsvíni“.  

Útdráttur úr bókinni, Belle et Bête sem útleggjast mætti sem Fríða og dýrið, hefur birst í vikuritinu Nouvel Observateur sem lagði átta síður undir bókarkaflana. Þar eru m.a. einstaklega bersöglar lýsingar á sambandinu að finna.

„Allt sem er skapandi, listrænt og falleget við Dominique Strauss-Kahn tilheyrir eðli svínsins en ekki manni. Maðurinn er hræðilegur, svínið er dásamleg, jafnvel þótt það sé svín,“ segir lagskonan.

Hún segir hvötina að því að stofna til sambandsins við DSK hafi verið að „gera vettvangsrannsókn“ svo hún gæti síðar skrifað um það bók. Sér hafi einnig liðið sem hún hefði breyst í „dýrling“ er hefði fengið það hlutskipti að bjarga einhverjum „hötuðum og fyrirlitnum“ einstaklingi.

Iacub gengst við því að lýsingar á ástaratlotum þeirra séu á stundum ýktar en allt sem hún segi annars um sambandið sér sannleikanum samkvæmt.

Er hún var beðin að lýsa skoðun sinni á Strauss-Kahn í Nouvel Observateur svaraði hún: „Þessi maður er hvorki nauðgari né þorpari. Sjálfið er vandamál hans, hans andlega fátækt og skortur á tilfinninganæmni gera hann að ónytjungi. Hann er á því að aðrir séu heimskir, honum finnst hann vera snjallari en þeir en gerir heimskupör.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert