Chavez stjórnar landinu úr sjúkrarúminu

Kaþólskir stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, komu saman í messu undir berum himni í dag þar sem beðið var fyrir leiðtoganum. Chavez liggur á sjúkrahúsi og andar í gegnum slöngu samkvæmt fregnum.

Samkvæmt yfirlýsingu stjórnvalda er forsetinn hann „mjög orkumikill“ og sinnir embættisstörfum sínum úr sjúkrarúminu þrátt fyrir að þurfa aðstoð við að anda. Ekkert hefur þó til hans sést síðan á mánudag þegar hann sneri aftur til Caracas eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í Kúbu í kjölfar skurðaðgerðar.

Varaforsetinn Nicolas Maduro kom fram í sjónvarpsviðtali í kvöld og sagðist hafa fundað með Chavez í 5 klukkustundir í dag. „Hann andar enn í gegnum barkaslöngu en hann getur haft samskipti við okkur með því að skrifa niður athugasemdir og þannig gefur hann fyrirmæli sín,“ sagði varaforsetinn.

Þeir ræddu að sögn sérstaklega um efnahags- og varnarmál á fund sínum í dag. „Hann var mjög orkumikill og fullur af lífi og ástríðu og hann vildi að ég segði fólki það þótt klukkan væri orðin margt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert