Hömlur á olíuleit á norðurslóðum

Óvíst verður um hvernig verður staðið að olíuvinnslu á norðurslóðum
Óvíst verður um hvernig verður staðið að olíuvinnslu á norðurslóðum AFP

Umhverfissamtökin Greenpeace fagna frumvarpi til laga Evrópusambandsins sem geta lagt hömlur á, eða bannað, olíuborun á norðurslóðum. Þetta kemur fram í frétt á Fishnewseu.com fyrr í vikunni.

Samkomulagið sem rætt er um gerir ráð fyrir að olíufélögunum verði gert að standa að hreinsunarstarfi við erfiðar aðstæður ef um mengunarslys er að ræða. Telja Grænfriðungar að aðstæður séu slíkar að ómögulegt sé fyrir olíufélögin að standa við slíkar skuldbindingar enda sé ekki hægt að beita hefðbundnum aðferðum vegna erfiðra aðstæðna.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina