Sala á tilbúnum nautakjötsréttum minnkar um 45%

Sala á frosnum tilbúnum nautakjötsréttum hefur hrunið um 45% í Frakklandi í framhaldi af hrossakjötshneykslinu svonefnda.

Þetta er niðurstaða rannsóknar alþjóðlegu upplýsingaþjónustunnar Nielsen sem sérhæfir sig í neytendamálum. Vann hún úr sölutölum frá nokkrum helstu verslanakeðjum Frakklands á tímabilinu 11. til 17. febrúar.

Samkvæmt þeim dróst sala á tilbúnum réttum sem innihalda nautakjöt saman um 300 tonn í þeirri viku. Um er að ræða tekjutap upp á um milljón evrur. Þeir réttir sem mest hefur verið snúið baki við eru lasagna (45%), hirðingjabaka (49%) og moussaka en sala á henni dróst saman um 52%.

Hneykslið hefur einnig valdið því að sala á frosnum tilbúnum matvælum í heild hefur dregist saman um 16% að verðmæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert