Rifrildi talið hafa kostað þau lífið

mbl.is

Breskur lögreglumaður á eftirlaunum og sambýliskona hans fundust látin á heimili þeirra í bænum Devizes í gær en þau höfðu verið skotin til bana.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að lögregla telji að til rifrildis hafi komið á milli fólksins sem hafi endað með því að maðurinn hafi skotið konuna og síðan sjálfan sig. Nágrannar heyrðu skothljóð í gærmorgun og hringdu í lögregluna sem fann líkin inni í íbúðarhúsinu.

Maðurinn, Bill Dowling, hafði starfað sem lögreglumaður í héraðinu í þrjá áratugi áður en hann settist í helgan stein. Málið er í rannsókn og telur lögreglan ekki að fleiri hafi komið að því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert