Heilsu Chavez hrakar enn

Heilsa forseta Venesúela, Hugo Chavez, hefur versnað en hann þjáist af nýjum sýkingum í kjölfar krabbameinsaðgerðar samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn landsins.

Upplýsingamálaráðherra Venesúela, Ernesto Villegas, segir að ástand Chavez sé mjög alvarlegt en forsetinn, sem er 58 ára að aldri, snéri heim í síðasta mánuði eftir að hafa farið í krabbameinsmeðferð á Kúbu. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann kom heim.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að margir þegnar hans krefjist þess að fá frekari upplýsingar um heilsufar forsetans en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega um heilsufar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert