Hugo Chavez látinn

Hugo Chavez, forseti Venesúela, er látinn. Þetta staðfesti varaforseti landsins í kvöld. Chavez sem var 58 ára hafði glímt við krabbamein um árabil. Hann sneri heim í síðasta mánuði eftir að hafa farið í krabbameinsmeðferð á Kúbu. Hann hafði ekki sést opinberlega síðan hann kom heim.

Nicolas Maduro, varaforseti, ávarpaði þjóðina í ríkissjónvarpi landsins og tilkynnti henni tíðindin. Chavez lést kl. 16.25 að staðartíma.

Maduro ávarpaði þjóðina einnig fyrr í kvöld og greindi þá frá alvarlegum veikindum Chavez. Hann þjáðist undir lokin af alvarlegri sýkingu og öndunarerfiðleikum.

Sagði Maduro þá einnig að ljóst sé að skipuð verði nefnd vísindamanna sem muni rannsaka veikindi Chavez. Þá muni koma í ljós að um árás á forsetann hafi verið að ræða. Óvinir forsetans hafi viljað valda honum tjóni.

Hugo Chavez
Hugo Chavez AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert