Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið

Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades sést hér ræða við erkibiskupinn, Chrysostomos ...
Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades sést hér ræða við erkibiskupinn, Chrysostomos II. -

Yfirmaður rétttrúnaðarkirkjunnar á Kýpur, en kirkjan er mjög valdamikil stofnun á eyjunni, segir í viðtali við grísk dagblað í dag vonast til þess að landið yfirgefi evru-svæðið.

Chrysostomos II, erkibiskup, segir í viðtalinu að það sé ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa evruna en hana eigi að taka þar sem evran eigi sér ekki framtíð. Erkibiskupinn hefur boðist til þess að aðstoða Kýpur út úr fjárhagsvandanum með því að afhenda ríkinu eignir kirkjunnar en þær eru miklar.

Hann segist hins vegar ekki spá falli evrunnar á morgun en miðað við heilastarfsemi þeirra í Brussel sé ljóst að samstarfið eigi ekki eftir að endast lengi. Því sé best að byrja að huga að brotthvarfi Kýpur úr samstarfinu.

Rétttrúnaðarkirkjan er stærsti landeigandinn á Kýpur og á einnig hlut í fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal Hellenic bankanum. Er talið að eignir kirkjunnar nemi tugum milljóna evra.

Halda fast við aðildarumsókn

Þrátt fyrir stöðu mála á Kýpur virðist sem lítil ríki sem hafa sótt um aðild að evru-svæðinu hafi ekki misst trúna á myntbandalaginu. Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, segir að engin breyting hafi orðið á áætlun ríkisins um að fá aðild að evru-svæðinu þann 1. janúar 2014. Hann segir að Evrópa hafi áður fundið leið út úr vandræðum sem voru meiri en nú er. Nefndi hann kreppur sem hafa herjað á ríki Evrópu síðustu áratugina. „Kreppur og vandamál koma upp en það eru einnig til lausnir við slíkum vandamálum,“, segir hann.

Forsætisráðherra Króatíu, Zoran Milanovic, en Króatía gengur í ESB í júlí, segir inngangan í takt við sögu landsins. 

Ráðherra Evrópumála á Írlandi, Lucinda Creighton, segir að aðild að evru-svæðinu hafi skipt sköpun fyrir Írland en landið er eitt þeirra ríkja sem hefur þurft á fjárhagsaðstoð að halda. Hún segir að vegna þátttöku í evru-samstarfinu sé Írland mun áhugaverðari staður fyrir beinar erlendar fjárfestingar en annars væri. Útflutningur hafi aukist mikið og sé mun meiri en væntingar voru um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...