Kýpur ekki á leið úr evrusamstarfi

Nicos Anastasiades, forseti Kýpur.
Nicos Anastasiades, forseti Kýpur. AFP

Engin áform eru um að Kýpur yfirgefi evrusvæðið. Þetta segir Nicos Anastasiades, forseti landsins og segir efnahagsástand Kýpur stöðugra nú, eftir að ríkið fékk lán upp á 10 milljarða evra frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta sagði Anastasiades á ráðstefnu ríkisstarfsmanna sem haldin var í morgun og hann þakkaði þar þjóð sinni fyrir að hafa sýnt „einstaka þolinmæði“ að undanförnu.

Bankar á Kýpur verða opnir samkvæmt venju í dag, en þeir voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í tæpar tvær vikur. Í gær voru settar þær reglur að hver og einn viðskiptavinur gæti tekið út að hámarki 300 evrur og sú regla gildir áfram í dag og mun hugsanlega verða í gildi næsta mánuðinn að sögn utanríkisráðherra landsins, Ioannis Kasoulides

Nokkur biðröð myndaðist fyrir utan útibú Laiki-bankans í höfuðborginni Níkósíu …
Nokkur biðröð myndaðist fyrir utan útibú Laiki-bankans í höfuðborginni Níkósíu í morgun. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert