Yfir 200 Lettar hætt komnir á ísjaka

Dorgveiði er vinsæl í Lettlandi, en árlega þarf að bjarga ...
Dorgveiði er vinsæl í Lettlandi, en árlega þarf að bjarga tugum dorgveiðimanna úr hremmingum. Myndin er úr myndasafni.

Björgunarsveitir í Lettlandi björguðu í dag rúmlega 200 manns, sem rak á ísjökum í Rígaflóa, sem er í Eystrasaltinu, á milli Eistlands og Litháen. Flestir þeirra, sem voru á jökunum, voru dorgveiðimenn sem höfðu verið að dorga í gegnum vakir á ísnum.

Fólkinu var bjargað með þyrlum, sem tóku 20 manns í einu. Engin slys urðu á fólki.

Ísdorg er afar vinsælt í Lettlandi og margir stunda það yfir páskahátíðina. Á hverju ári þarf að bjarga tugum dorgveiðimanna og nokkrir drukkna á ári hverju þegar þeir fara út á ís, sem er of þunnur til að bera þá.

mbl.is
Súper sól
Súper sól...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...