Banna alifuglainnflutning

Stjórnvöld í Víetnam hafa bannað innflutning á alifuglum frá Kína og hafa ákveðið að stórauka viðbúnað á landamærum ríkjanna í kjölfar þess að tilkynnt var um helgina að tveir menn, 87 ára og 27 ára, hefðu látist úr nýju afbrigði fuglaflensu, H7N9.

Yfirvöld í Hong Kong hafa einnig ákveðið að herða eftirlit og þá hafa stjórnvöld í Taívan fyrirskipað að allir sem ferðast frá meginlandinu, Hong Kong og Macau undirgangist hitamælingu við lendingu.

Báðir mennirnir áttu við langvinna sjúkdóma að etja en hvorki fjölskyldur þeirra né aðrir nánir þeim reyndust hafa smitast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert