Kallaði forsetann „gamla herfu“

Forseti Úrúgvæ er í vondum málum í kjölfar ummæla sem hann lét falla um forseta Argentínu í upphafi blaðamannafundar - án þess að gera sér grein fyrir að búið væri að kveikja á hljóðnemunum. Orðin sem forsetinn lét falla voru að Cristina Fernandez, forseti Argentínu, væri „gömul herfa“.

Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, hvíslaði þessum orðum að sessunaut sínum áður en blaðamannafundur hófst þar sem kynna átti viðskipti landanna með landbúnaðarvörur.

Mujica heyrðist segja: „Þessi gamla herfa er verri en rangeygði maðurinn.“

Líklega átti hann þar við eiginmann forsetans, sem nú er látinn. Sá hét Nestor Kirchner og var forseti Argentínu. Kirchner var tileygður. Hann lést úr hjartaáfalli árið 2010.

Dagblaðið El Observador birti upptöku af ummælunum á vef sínum. Þar kom fram að forsetinn hafi augljóslega ekki gert sér grein fyrir að búið væri að kveikja á hljóðnemunum.

Fréttin vakti svo mikla athygli að vefur dagblaðsins hrundi vegna álags, segir í frét Sky.

Viðbrögð ríkisstjórnar Argentínu eru þau að ummælin séu óásættanleg. Untanríkisráðherra Argentínu segir ummælin niðurlægjandi og að minning látins manns hafi verið vanvirt.

Sendiherra Úrúgvæ í Argentínu var kallaður fyrir og afhent mótmælabréf.

 Mujica hefur hins vegar sagt í viðtali við La Republica dagblaðið að hann hafi ekki verið að tala um Argentínu og að hann ætlaði ekki að útskýra ummæli sín.

 Mujica er mjög vinsæll í heimalandinu. Hann afþakkaði að búa í forsetahöllinni en býr á litlum bóndabæ ásamt eiginkonu sinni og þrífættum hundi.

Hann hefur verið kallaður „fátækasti forseti heims“ en hann gefur 90% launa sinna í hverjum mánuði til góðgerðarmála.

Fernandez forseti hefur ekki tjáð sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...