Gengið að kjörborðinu í Venesúela

Íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa eftirmann Hugo Chavez, sem lést 5. mars síðastliðinn. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, Nicolas Maduro, starfandi forseta, og Henrique Capriles, sem tapaði fyrir Chavez í kosningunum í október í fyrra.

Maduro hefur heitið því að halda áfram á sömu braut og Chavez markaði og hyggst draga enn frekar úr fátækt í landinu. Svo virðist sem Maduro hafi náð eyrum landsmanna en hann þykir sigurstranglegri en Capriles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert