Fleiri frönsk skilyrði fyrir fríverslun

Wikipedia

Frönsk stjórnvöld halda áfram að setja fram skilyrði vegna fyrirhugaðra fríverslunarviðræðna á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem ætlunin er að hefjist í sumar samkvæmt frétt AFP.

Viðskiptaráðherra Frakklands, Nicole Bricq, sagði þannig á ráðstefnu í Chicago í Bandaríkjunum í gær að ekki kæmi til greina að viðræðurnar næðu til viðskipta tengdra varnarmálum á meðan bandarískir markaðir á því sviði væru lokaðir fyrir erlendum fjárfestum. Sagðist hún hafa stuðning annarra ríkja Evrópusambandsins í þeim efnum.

Bricq hefur áður sagt að ekki komi til mála að fríverslunarviðræðurnar nái til menningarmála og þá einkum viðskipta með sjónvarps- og útvarpsefni. Þá vilja Frakkar ekki opna á innflutning erfðabreyttra landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum eða afurða af dýrum sem fengið hafa hormónagjafir. Mikilvægt er talið að fríverslunarviðræðurnar njóti stuðnings Frakka en fyrri tilraunir til þess að semja um fríverslun á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna strönduðu vegna krafna þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert