Fimm forsetar voru viðstaddir

Fimm menn sem gengt hafa forsetaembætti í Bandaríkjunum voru viðstaddir þegar bókasafn og safn sem kennt er við George W. Bush, 43. forseta Bandaríkjanna, var formlega opnað í Southern Methodist háskólanum í Dallas í Texas.

Viðstaddir opnunina voru Jimmy Carter, Bill Clinton, Barack Obama, George W. Bush og faðir hans, George H. W. Bush .

„Bush tekur starf sitt alvarlega, en hann tekur sjálfan sig ekki of alvarlega,“ sagði Obama í ávarpi sem hann flutti við athöfnina.

Safnið hefur opnað heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um safnið og um Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina