Fimm forsetar voru viðstaddir

Fimm menn sem gengt hafa forsetaembætti í Bandaríkjunum voru viðstaddir þegar bókasafn og safn sem kennt er við George W. Bush, 43. forseta Bandaríkjanna, var formlega opnað í Southern Methodist háskólanum í Dallas í Texas.

Viðstaddir opnunina voru Jimmy Carter, Bill Clinton, Barack Obama, George W. Bush og faðir hans, George H. W. Bush.

„Bush tekur starf sitt alvarlega, en hann tekur sjálfan sig ekki of alvarlega,“ sagði Obama í ávarpi sem hann flutti við athöfnina.

Safnið hefur opnað heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um safnið og um Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert