20,2% fylgjandi aðild en 69,5% á móti

Norden.org

Stuðningsmönnum aðildar að Evrópusambandinu hefur fjölgað í Noregi en enn er mikill meirihluti þjóðarinnar á móti inngöngu í ESB. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem birt er á vefjum norska dagblaðsins Klassekampen og Nationen.

Samkvæmt könnuninni eru 20,2% fylgjandi aðild en 69,5% á móti. Ekki hafa fleiri verið fylgjandi inngöngu í ESB í Noregi síðan í maí 2011 þegar 24% svöruðu spurningunni játandi.

Er þetta í fyrsta skipti síðan í júní 2011 sem færri en 70% segjast vera á móti ESB-aðild.

Sjá nánar hér
mbl.is

Bloggað um fréttina