Segir Jackson hafa misnotað sig

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is/Cover Media

Wade Robson, þrítugur ástralskur danshöfundur, sagði í dag að Michael Jackson heitinn hefði misnotað sig kynferðislega á sjö ára tímabili þegar hann var drengur. Dánarbú söngvarans sagði ásakanirnar vera „svívirðilegar og sorgmætar“.

Robson bar vitni í réttarhöldunum sem haldin voru yfir Jackson árið 2005. Þá sagði hann í vitnastúkunni að Jackson hefði aldrei komið við sig. Nú segir hann að poppgoðið hafi verið barnaníðingur. Robson segir að Jackson hafi leitað á sig frá sjö ára aldri og þangað til hann var fjórtán ára og neytt sig til þess að framkvæma kynferðislegar athafnir.

Robson lagði fram kæru á hendur dánarbúinu í síðustu viku. Gögn málsins hafa ekki verið gerð opinber, en lögfræðingur Robsons sagði í yfirlýsingu að Jackson hefði verið skrímsli og að allar „venjulegar manneskjur“ vissu það í hjarta sínu. 

Robson greindi frá því í bandarísku morgunsjónvarpi í dag hvers vegna hann hefði ákveðið að fara gegn eigin vitnisburði frá 2005. Neitaði hann því að um „bældar minningar“ væri að ræða. Hann myndi aldrei gleyma því sem Jackson hefði gert við sig en að hann hefði verið of ungur til að skilja hvað þar hefði verið á ferðinni. Robson neitaði því að sér hefði verið mútað til að fremja meinsæri en sagði að Jackson hefði sagt sér hvað hann ætti að segja árið 2005. 

Howard Weitzman, einn af lögfræðingum dánarbús Jacksons, sagði í yfirlýsingu að Robson hefði margoft neitað því síðustu 20 árin að Jackson hefði misnotað sig. Nú ætti fólk að trúa því að hann hefði logið tvisvar sinnum í vitnastúku. 

Wade Robson sakar Michael Jackson um að hafa misnotað sig.
Wade Robson sakar Michael Jackson um að hafa misnotað sig. HECTOR MATA
mbl.is
Ítalskur 2ja sæta svartur leðursófi 100þ
Upprunalegt verð 223.000 kr. Sími 690 6344...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...