Vinur sprengjumanns skotinn til bana

Alríkislögreglumaður skaut í dag mann til bana sem tengdist Tamerlan Tsarnaev, sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni í Boston í síðasta mánuði.

Ibragim Todashev, 27 ára, var skotinn til bana í Orlando í Flórída, að sögn dagblaðsins Orlando Sentinel. Heimildir NBC fréttastofunnar herma að alríkislögreglan (FBI) hafi verið að yfirheyra Todashev þegar hann hóf að sýna ógnandi og ofbeldisfulla tilburði.

Talið er að Todashev og Tsarnaev hafi kynnst gegnum sameiginlegt áhugamál, blandaðar bardagalistir.

Alríkislögreglan hefur ekki staðfest nafn hins látna eða tengingu hans við Tsarnaev en búist er við yfirlýsingu frá henni í kvöld.

Þrír létust og yfir 260 særðust í sprengingunum í Boston-maraþoninu. Tamerlan Tsarnaev lést eftir skotbardaga við lögregluna en bróðir hans, Dzhokhar, náðist og er í haldi lögreglunnar.

Tamerlan Tsarnaev.
Tamerlan Tsarnaev.
mbl.is