Hundur bítur eldri mann til dauða

Frá Liverpool.
Frá Liverpool. Wikipedia

Tæplega áttræður breskur maður lést í gærkvöldi af sárum sínum eftir að hann var bitinn af hundi. Árásin átti sér stað í garði við heimili hans í bænum Liverpool í Bretlandi. Að sögn lögreglu var hundurinn afar æstur þegar hún kom á vettvang og fannst maðurinn slasaður í garðinum.

Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið handteknar vegna málsins. Samkvæmt lögum í Bretlandi er hundeiganda, eða umsjónarmanni hunds, óheimilt að leyfa dýrinu að fara inn á lóðir í einkaeigu þar sem hundurinn er ekki velkominn.

Samkvæmt heimildum BBC var hundurinn aflífaður á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert