Festi keðjusög í kviðnum

Keðjusögin á bólakafi í kviði mannsins.
Keðjusögin á bólakafi í kviði mannsins. Skjáskot af Sky

Brasilískur bóndi sem festi keðjusög í kvið sínum, þurfti að fara um 50 kílómetra leið á næsta sjúkrahús. Maðurinn, sem er 56 ára gamall, lifði slysið af.

Bóndinn var að saga tré við heimili sitt er sögin rann til og sagarblaðið festist í kviði hans, segir í frétt Sky.

Eiginkona hans veitti honum fyrstu hjálp og stöðvaði blæðinguna og ók honum svo á næsta sjúkrahús.

Það varð bóndanum til lífs að sagarblaðið fór ekki í mikilvæg líffæri en það tók lækna rúmlega tvær klukkustundir að losa sögina. Læknar segja að eiginkonan hafi bjargað lífi bónda síns með því að reyna ekki að fjarlægja sögina sjálf.

Sjá frétt Sky og myndir hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert