Obama mun ekki hitta Mandela

Barack Obama, Michelle og dæturnar Malia og Sasha við komuna …
Barack Obama, Michelle og dæturnar Malia og Sasha við komuna til Suður-Afríku. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun ekki heimsækja frelsishetjuna Nelson Mandela á sjúkrahúsið í Pretoriu til að ógna ekki enn frekar heilsu forsetans fyrrverandi. Obama er nú á ferðalagi um Afríku og kom til Suður-Afríku í gær.

Obama og eiginkona hans Michelle munu hitta fjölskyldu Mandela í heimsókn sinni til Suður-Afríku. Þá mun hann einnig hitta Jacob Zuma, núverandi forseta landsins.

mbl.is