CIA drápu tvo í Pakistan

Ómönnuð flugvél af Predator-gerð.
Ómönnuð flugvél af Predator-gerð. AFP

Ómönnuð bandarísk flugvél felldi tvo vígamenn á mótorhjóli og olli skemmdum á nærliggjandi húsum, samkvæmt bandarískum yfirvöldum.

Árásin átti sér stað í Mir Ali, 35 kílómetrum austur af Miranshah, höfuðstað Norður-Waziristan, þar sem Talibanar halda til.

Yfirvöld á svæðinu telja að báðir sem féllu í árásinni hefðu verið vígamenn frá Túrkmenistan, en því var ekki slegið föstu.

Árásir ómannaðra flugvéla Bandaríkjastjórnar njóta lítilla vinsælda í Pakistan. Stjórnvöld í Washington telja hins vegar að þær séu nauðsynlegur þáttur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Flugvélinum er stjórnað af CIA-mönnum í Bandaríkjunum.

Pakistönsk stjórnvöld hafa ítrekað mótmælt árásunum, sem þau segja brjóta freklega gegn fullveldi landsins. Þá hafa bandarískir erindrekar í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, verið kallaðir á fund pakistanskra stjórnvalda til að koma þessum boðum áleiðis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...