Átta börn látin úr matareitrun

Reykvísk rotta
Reykvísk rotta mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Að minnsta kosti átta börn eru látin og sextíu eru veik eftir að hafa borðað máltíð í skóla sínum í dag. Um er að ræða grunnskóla í Saran-héraði í Bihar-ríki á Indlandi. Börnin sem veiktust eru öll á sjúkrahúsi.

Gríðarleg reiði braust út meðal íbúa og foreldra barna í Dharamsati-grunnskólanum í Masrakh. Hundruð mótmæltu á götum úti og kröfðust þess að lögreglan gripi til aðgerða gegn kennurum skólans og öðrum sem gætu borið ábyrgð á hörmungunum.

Héraðsstjórinn hefur heitið því að greiða fjölskyldum barnanna bætur og að hann muni ræða atburðinn við ráðherra menntamála.

Spilling er algeng í skólamáltíðakerfi héraðsins og oftar en ekki er ekkert farið eftir þeim leiðbeiningum sem hið opinbera hefur lagt fram. Meðal annars hafa dauðar eðlur, froskar, skordýr og rottur fundist í matnum sem börnum er boðið upp á í skólunum, börnunum og foreldrum þeirra til lítillar ánægju.

mbl.is
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...