20 börn dóu úr matareitrun

Um 50 börn veiktust og liggja um 30 enn alvarlega …
Um 50 börn veiktust og liggja um 30 enn alvarlega veik á sjúkrahúsi. MANAN VATSYAYANA

Tugir barna hafa veikst alvarlega vegna matareitrunar í Bihar-héraði á Indlandi. A.m.k. 20 börn eru látin og um 30 eru alvarlega veik á sjúkrahúsi.

Matareitrunin er rakin til skólamötuneytis. Verið er að rannsaka uppruna eitrunarinnar, en í máltíðinni voru linsubaunir og hrísgrjón. Grunur leikur á að annaðhvort hafi skordýraeitur verið í matnum eða að matarolían hafi verið menguð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert