Hundruð fanga sluppu úr fangelsi

Frá Baghdad.
Frá Baghdad. AFP

Talið er að mörg hundruð fanga hafi sloppið úr fangelsunum Abu Ghraib og Taji nærri Bagdad í Írak í gærkvöldi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Meðal fanganna eru meðlimir hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda sem biðu dauðarefsingar. Sprengjuvörpur voru notaðar við innrásina í fangelsið. Nokkrir tugir manna féllu í árásinni, þar á meðal 20 öryggisverðir og 41 fangi. Árásin er sögð vera verk hryðjuverkamanna. 

Árásirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Ekki var aðeins skotið á fangelsin með sprengjuvörpum, heldur voru meðal annars níu sjálfsmorðsprengjur sprengdar við Taij fangelsið. Ekki er vitað um mannfall í liði árásarmannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra, (Kerruvagn). Vel með farinn. Tilboð óskast...Sí...