Strauss-Kahn ákærður fyrir hórmang

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn KENA BETANCUR

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur ásamt 12 öðrum verið ákærður fyrir hórmang.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að skipuleggja vændishring sem starfaði á hóteli í borginni Lille í Frakklandi.

Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hafa sótt kynlífssamkvæmi í Lille, en hann segist ekki hafa vitað að sumar konur sem þar voru hafi verið vændiskonur sem þáðu greiðslur fyrir greiðann.

Saksóknari sagði í júní að hann vildi að rannsókn á ásökunum um að mennirnir hefðu stuðlað að hórmangi yrði hætt, en nú liggur fyrir að Stauss-Kahn og mennirnir 12 verða dregnir fyrir dóm.

Nafissatou Diallo, hótelþerna í New York, sakaði Strauss-Kahn árið 2012 um að hafa reynt að nauðga sér. Hann sagði í kjölfarið af sér embætti framkvæmdastjóra AGS. Í desember sl. gerði hann samkomulag við Diallo. Hún höfðaði einkamál gegn Strauss-Kahn eftir að hætt var við að opinbert mál gegn honum af hálfu saksóknara í New York. Ekki hefur verið gefið upp hversu háa fjárhæð Diallo fær en heimildir franskra fjölmiðla herma að hún hafi fengið greiddar 6 milljónir Bandaríkjadala.

mbl.is
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...