Blóðbað í Egyptalandi

Rúmlega hundrað eru látnir eftir mótmæli stuðningsmanna Mohamed Morsi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í nótt og í morgun. Að sögn lækna á sjúkrahúsi í Kaíró eru fleiri en 1500 manns slasaðir eftir átökin, margir mjög alvarlega. Þetta staðfesta læknar í samtali við BBC-fréttastofuna. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins eru tölur látinna og slasaðra heldur lægri.

Átökin stóðu yfir í alla nótt og í morgun og var táragasi meðal annars beitt. Mótmælendur saka öryggissveitir um fjöldamorð en herinn segir að þeir hafi sjálfir átt upptökin.

Í frétt BBC kemur fram að stríðsástand hafi ríkt í borginni og upplausnarástand hafi ríkt á við spítala í borginni. Margir sjúklinganna eru alvarlega slasaðir og blóð streymi um ganga spítalans. Ástandið var svo slæmt á spítalanum að læknar neyddust til að læsa byggingunni þar sem ekki var hægt að taka við fleiri sjúklingum.

Frá átökunum í nótt.
Frá átökunum í nótt. Reuters
Frá Tahrir-torginu í Kaíró.
Frá Tahrir-torginu í Kaíró. AFP
Frá átökunum í nótt.
Frá átökunum í nótt. Reuters
mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...