Zimmerman með vopn í bíl sínum

George Zimmerman.
George Zimmerman. AFP

George Zimmerman sem var sýknaður af að ákæru um að hafa myrt unglingspiltinn Trayvon Martin, var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í Texas. Hann var með byssu í bíl sínum.

Upptaka úr eftirlitsmyndavél lögreglubílsins var lekið á netið og hefur hún vakið hörð viðbrögð margra. Lögreglumaðurinn sektaði Zimmerman ekki og leyfði honum að fara. Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að í fyrstu hafi lögreglumaðurinn ekki þekkt Zimmerman. Þegar lögreglumaðurinn spurði Zimmerman af hverju hann væri að aka um án sérstaks erindis spurði Zimmerman á móti hvort hann hefði séð nafnið á ökuskírteininu.

„Enn sú tilviljun,“ sagði lögreglumaðurinn. „Ertu frjáls ferða þinna?“

„Algjörlega,“ svaraði Zimmerman.

„Rólegur, þetta er allt í lagi,“ sagði þá lögreglumaðurinn. Hann fór svo og athugaði hvort það sem Zimmerman sagði stæðist. „Farðu bara rólega, og lokaðu hanskahólfinu og ekki leika þér með skotvopnið.“

Lögreglumaðurinn gaf svo Zimmerman viðvörun vegna hraðaakstursins en sleppti honum að því loknu.

Zimmerman játaði að hafa skotið Martin en segir það hafa verið í sjálfsvörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
 
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...