Manning biðst afsökunar

Bandaríski hermaðurinn Bradley Manning baðst afsökunar fyrir herrétti í dag vegna uppljóstrana hans til WikiLeaks. „Mér þykir miður að gjörðir mínar særðu fólk og hafa sært Bandaríkin,“ sagði Manning við dómara í dag. Hann var í síðasta mánuði fundinn sekur í 20 ákæruliðum og varða þeir meðal annars njósnir og þjófnað.

Manning sagðist í dag vera tilbúinn að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu langan fangelsisdóm Manning hlýtur, en hann getur átt von á allt að 90 ára fangelsi. Þetta var í fyrsta skipti sem Manning lætur í ljós eftirsjá vegna leka hans til WikiLeaks.

Bradley Manning.
Bradley Manning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert