Maduro ósáttur með teiknimynd

„Sáuð þið þetta í gær? Þetta var afar illa unnið,“ sagði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, um þátt af Forsetaeyjunni (e. Presidential Island) þar sem honum bregður fyrir sem teiknimyndafígúra í fyrsta skipti. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Venesúela en í honum er gert út á háðsádeilu.

Maduro ræddi um þáttinn við blaðamenn og þótti lítið til hans koma. „Andlitið var ekki líkt mínu, ekki yfirvararskeggið eða röddin. Þeir létu mig líta út eins og flón, ég er ekki flón. Og þeir sögðu mig feitan.“

mbl.is