Flóttamannastraumurinn hefur tvöfaldast

Yfir tvær milljónir Sýrlendinga eru á flótta en fjöldi sýrlenskra flóttamanna hefur tvöfaldast á síðustu sex mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að rúmlega 700 þúsund Sýrlendingar hafi flúið til Líbanon og ef horft er til þjóðerna þá er engin þjóð jafn fjölmenn í hópi flóttamanna og Sýrlendingar.

Frakkar og Bandaríkjamenn hvetja nú önnur vestræn ríki til þess að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn sýrlenskum yfirvöldum. Verður möguleg innrás rædd í bandarískri þingnefnd í dag en væntanlega verða ekki greidd atkvæði um innrás á Bandaríkjaþingi fyrr en í næstu viku þar sem þingmenn eru í sumarleyfi.

Samkvæmt upplýsingum frá flóttamannaaðstoð SÞ er stöðugur straumur kvenna, barna og karla yfir landamærin. Í mörgum tilvikum er fólkið ekki með neitt annað í farteskinu en lítinn fatapinkil á bakinu. Um það bil helmingur flóttamannanna eru börn og eru 75% þeirra undir 11 ára aldri.

Sýrlenskir flóttamenn við komuna til Tyrklands
Sýrlenskir flóttamenn við komuna til Tyrklands AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...