Ný sönnunargöng um Sýrland

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er mættur á fund G20 ríkja …
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er mættur á fund G20 ríkja í Rússlandi. SERGEI KARPUKHIN

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretland hafi aflað nýrra gagna um efnavopna árásina á úthverfi Damascus 21. ágúst sl.

Cameron sagði þetta í samtali við BBC stuttu áður en leiðtogafundur G20 ríkjanna hófst í Pétursborg í Rússlandi. Cameron sagði að vísindamenn við Porton Down rannsóknarstofuna hefðu verið að rannsaka sýni sem tekin voru í Damascus.

Cameron sagði að Bretland myndi taka virkan þátt í umræðum um Sýrland þrátt fyrir að hann hefði tapað atkvæðagreiðslu um heimild til árása á Sýrland í breska þinginu. Hann minnti á að Bretland væri í forystu þjóða sem veittu mannúðaraðstoð við flóttamenn í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert