Snjóþungt í Bretlandi

Mikið snjóaði í Falmouth í Bretlandi fyrir helgi.
Mikið snjóaði í Falmouth í Bretlandi fyrir helgi. Sky-fréttastofan

Íbúar í Falmouth í Bretlandi voru heldur undrandi þegar þeir vöknuðu við vetrarríki síðastliðinn föstudag. Eftir heitasta sumar á svæðinu í sjö ár leit út fyrir að jólin væru á næsta leiti þegar snjór þakti göturnar.

Þegar snjórinn fór að bráðna myndaðist mikill vatnsflaumur á götunum og var björgunarlið kallað út til að dæla vatninu burt.

Mikil rigning og kuldi hefur nú tekið við eftir heitt sumar í Bretlandi. Íbúar hér á landi hafa einnig fengið að kynnast rigningunni í sumar. Margir ættu þó að geta glaðst yfir því að snjórinn skuli ekki hafa tekið yfir götur bæja og borgar hér á landi.

Af vef Sky-fréttastofunnar.

mbl.is
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...